SIF mun svífa yfir Grikklandi

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, heldur af stað til Grikklands á mánudag þar sem vélin mun sinna landamæraeftirliti á ytri landamærum Evrópusambandsins en Ísland er aðili að landamæraeftirlitinu Frontex í gegnum Schengen-samstarfið.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni mun átta manna áhöfn sinna eftirlitinu í júní. Vélin er svo væntanleg til Íslands í júlí. Hún heldur svo aftur út til Grikklands í ágúst og verður í tvo mánuði.

Að undanförnu hefur TF-SIF haft í nógu að snúast við að fylgjast með eldgosinu í Eyjafjallajökli. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar, segist aðspurð að vélin muni snúa aftur til Íslands fari aftur að gjósa af krafti. Sérstakt ákvæði sé í samningnum varðandi þetta.

Varðskipið Ægir hefur einnig sinnt verkefnum fyrir Evrópusambandið strendur Senegals, en það heldur nú til Miðjarðarhafsins nú í júní. Þar verður skipið við eftirlit við Spán og síðan við Grikkland.

Allur kostnaður er greiddur af ESB.

Átta menn fara út til Grikklands.
Átta menn fara út til Grikklands. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert