Spjótin staðið um of á Samfylkingu

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra segir eftirsjá í Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, sem stjórnmálamanni. Hún hafi staðið sig vel á þingi. Hún segir einnig að spjótin hafi staðið um of á Samfylkingunni í styrkjamálinu.

Steinunn Valdís lýsti því yfir í gær að hún muni á mánudag leggja fram lausnarbeiðni á Alþingi en hún hefur verið alþingismaður frá árinu 2007.

Jóhanna sagði, að Steinunn Valdís hefði með þessari ákvörðun lagt mjög þungt lóð á vogarskálarnar til að endurreisa trúverðugleika í stjórnmálum. Jóhanna sagðist ekkert hafa lagt að Steinunni Valdísi að taka þessa ákvörðun, hún hefði tekið ákvörðunina sjálf og gert það af mikilli auðmýkt og reisn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert