Leggur til hærri skatta á mat og auðlindagjald

Jón Steinsson telur rétt að hækka virðisaukaskatt á matvæli í ...
Jón Steinsson telur rétt að hækka virðisaukaskatt á matvæli í 14% mbl.is/Ómar Óskarsson

Skattar á Íslandi eru háir í samanburði við flest önnur lönd. Þeim mun hærri sem skattar verða þeim mun meira óhagræði hlýst af því að hækka þá frekar. Það er því alveg sérstaklega mikilvægt við núverandi aðstæður að stjórnvöld kjósi að afla tekna fyrir ríkissjóð þannig að sem minnst óhagræði hljótist af. Þetta kemur fram í bloggi Jóns Steinssonar, lektors í hagfræði við Columbia háskóla í New York.

Nýlegar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) benda til þess að fjárlagahalli ársins í ár verði um 150 milljarðar króna eða 9,4% af vergri landsframleiðslu (VLF).

„ Slíkt stenst augljóslega ekki til lengdar. Sameiginleg áætlun stjórnvalda og AGS gerir ráð fyrir því að fjárlagahallinn minnki um rúma 70 ma.kr eða um 4,5% af VLF milli áranna 2010 og 2011. Stefna stjórnvalda gerir ráð fyrir því að þetta aukna aðhald skiptist nokkuð jafnt á milli hærri skatta og lægri útgjalda. Af ummælum stjórnarherra virðist þó ætlunin að halda aftur af skattahækkunum og skera þess í stað meira niður, skrifar Jón.

Hagkvæmt að innheimta auðlindagjald

Hann segir lang hagkvæmustu leiðina fyrir stjórnvöld til þess að auka tekjur ríkissjóðs í dag sé innheimta auðlindagjalda.

„Sala á afnotarétti af þjóðareignum svo sem aflaheimildum aflar tekna fyrir ríkissjóð án þess að valda þeirri óhagkvæmni sem skattlagning vinnu, neyslu eða sparnaðar veldur. Umhverfisskattar eru enn betri. Þeir draga úr mengun og auka tekjur sem er hvort tveggja af hinu góða.

Við Íslendingar búum yfir meiri náttúruauðlindum miðað við höfðatölu en flestar aðrar þjóðir. Mikill uppgangur í Asíu gerir það að verkum að þessar náttúruauðlindir verða sífellt verðmætari. Þjóðin á heimtingu á eðlilegu leiguverði af þessum auðlindum þegar þær eru nýttar," skrifar Jón.

Skynsamlegt að hækka virðisaukaskatt á matvæli

Hann bendir á að þegar horft er til þeirra skattstofna sem nú þegar eru nýttir blasi við að lang hagkvæmasta leiðin til þess að auka tekjur ríkisins er hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Matvæli bera í dag einungis 7% virðisaukaskatt (VSK). Flestar aðrar vörur bera hins vegar 25,5% VSK.

„Helstu rökin fyrir lágum skatti á matvæli eru að þeir sem standa verst fjárhagslega eyða stærri hluta tekna sinna í mat en þeir sem standa betur. Lágur skattur á matvæli eykur því tekjutilfærsluáhrif skattkerfisins.

Sá hængur er hins vegar á þessari röksemdafærslu að fjölþrepa virðisaukaskattur er óhagkvæm leið til þess að lækka skattbyrði þeirra sem verst standa fjárhagslega.

Ein mikilvægasta niðurstaða skattahagfræði – sem var fyrst sett fram af Anthony Atkinson og Joseph Stiglitz árið 1976 – segir að hagkvæmasta leiðin til þess að létta sköttum af þeim sem minnst hafa milli handanna sé að hafa fjölþrepa tekjuskatt en flatan virðisaukaskatt," skrifar Jón Steinsson á vef sinn.

Að sögn Jóns hafa Íslendingar ekki efni á því að halda í úreltar heilagar kýr eins og þá hugmynd að ekki megi skattleggja mat á sama hátt og aðrar vörur.

„Stjórnvöld eiga að hækka virðisaukaskatt á matvæli upp í 25,5% (eða að minnsta kosti 14%) og nota hluta af þeim tekjuauka sem af hlýst til þess að lækka lægsta skattþrep tekjuskattskerfisins og hækka persónuafsláttinn. Slík aðgerð mun bæta hag þeirra sem minnst hafa milli handanna og auka tekjur ríkisins.

Stjórnvöld ættu raunar að ganga lengra í því að draga úr óhagkvæmri skattlagningu. Þau ættu til dæmis tvímælalaust að afnema stimpilgjöld. Þá ættu þau að breyta skattlagningu á fjármagnstekjur þannig að hún taki tillit til breytinga á verðlagi. Í dag borga menn skatta af nafnávöxtun fjáreigna.

Þetta þýðir að þeir geta þurft að borga verulegan fjármagnstekjuskatt þótt raunávöxtun þeirra sé neikvæð. Í landi þar sem verðbólga er bæði há og óstöðug er fjármagnstekjuskattur á nafnávöxtun hrikalegur skattur sem er oft í engu samræmi við þann ábata sem menn hafa af fjárfestingum sínum," skrifar Jón Steinsson, lektor í hagfræði.

Hér er pistill Jóns í heild á Pressunni

Jón Steinsson
Jón Steinsson
mbl.is

Innlent »

Eldur í íbúðarhúsi á Hnífsdal

Í gær, 23:55 Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Hnífsdal á Vestfjörðum um áttaleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði er búið að slökkva eldinn, en en mikill reykur myndaðist. Einn var á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar. Meira »

Skora á borgina að borga skólagögnin

Í gær, 23:47 Foreldrafélög grunnskóla í Breiðholti skora á Reykjavíkurborg að afla nemendum borgarinnar skólagagna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var borgarstjóra og borgarfulltrúum nú í kvöld. Meira »

Smíði Viðeyjar RE miðar vel

Í gær, 23:33 „Þessu miðar ágætlega hjá okkur og við erum að miða við að skipið verði komið heim fyrir jól. Það er að styttast í prufukeyrslu á vélbúnaði og verður ljósavélum startað í vikunni.“ Þetta segir Þórarinn Sigurbjörnssyni, skipaeftirlitsmaður HB Granda á vef Granda í dag. Meira »

Stöðvuðu 20 fyrir of hraðan akstur

Í gær, 23:13 Lögreglan á Austurlandi hefur undanfarna tvo daga stöðvað rúmlega 20 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá þeirra sem hraðast ók var tekin á 134 km hraða í Skriðdalnum á leið sinni til Egilsstaða um kaffileytið í dag. Meira »

Sækja bætur vegna seinkunarinnar

Í gær, 21:53 Farþegar Primera Air sem lentu í eins og hálfs sólarhrings seinkun á flugi frá Tenerife á Kanaríeyjum um helgina hyggjast sækja bætur vegna seinkunarinnar. Lentu margir farþeganna í fjárhagslegu tjóni vegna vinnutaps í dag, en vélin, sem átti að lenda seinnipart laugardags, lenti klukkan 4 í morgun. Meira »

„Mjög mikilvægt að detta úr formi“

Í gær, 21:30 „Þetta er það hraðasta sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu. Það er nefnilega ekkert grín að hlaupa á Íslandi í þessum vindi og brekkum,“ segir Arnar Pétursson sigurvegari karlaflokks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um helgina. Meira »

Gæsaveiðitímabilið hafið

Í gær, 20:21 Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og nú má skjóta bæði grágæs og heiðargæs. Indriði R. Grétarsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir veiðarnar fara rólega af stað. Hann segir stofnana í stærra lagi og þá sér í lagi heiðargæsastofninn. Meira »

Bílvelta á Kjalvegi

Í gær, 20:34 Bílvelta varð á Kjalveginum laust fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru fjórir erlendir ferðamenn í bílnum er hann valt við Bláfellsháls á Kjalveginum og endaði á toppnum. Meira »

Lok, lok og læs í Heiðmörk

Í gær, 19:45 Sett hafa verið upp skilti á jörð Elliðavatns í Heiðmörk þar sem hjólreiðar eru bannaðar á gamla göngustígnum sem þar er staðsettur. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur fengið margar athugasemdir frá hjólreiðafólki vegna ákvörðunarinnar. Meira »

Gefur vökudeild kolkrabba

Í gær, 19:20 Fyrirburar sem fá prjónaðan eða heklaðan kolkrabba í hitakassann braggast fyrr. Þetta segir Marella Steinarsdóttir sem undanfarna mánuði hefur safnað hekluðum og prjónuðum kolkröbbum fyrir vökudeild Barnaspítalans. Meira »

Blöskraði leyndarhjúpurinn

Í gær, 19:15 „Ég fékk fjölda spurninga frá almenningi og aðstandendum,“ segir Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Hún óskaði í síðasta mánuði eftir spurningum frá almenningi er varða uppreista æru Roberts Downeys og ætlar að bera þær upp á nefndarfundi. Meira »

Bregðast öðruvísi við þrýstingi?

Í gær, 19:01 Verjandi Thomasar Möller Olsen spurði lögreglumann, sem bar vitni fyrir dómi í dag, hvort einhver skoðun hefði farið fram hjá lögreglunni á því hvort menningarlegur munur gæti verið á Íslendingum og Grænlendingum hvað ýmsa þætti varðaði, sem þyrfti að hafa að leiðarljósi við yfirheyrslur í sakamálum. Meira »

Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

Í gær, 18:35 Rafmagnslaust hefur verið á Breiðdalsvík og næstu bæjum frá því um klukkan hálfþrjú í dag og er bilun í jarðstreng talin vera orsökin. Meira »

Nútímahippinn réttir hjálparhönd

Í gær, 18:20 Sverrir Björn Þráinsson er að eigin sögn eini starfandi grenningarráðgjafi Íslands. Hann hefur aðstoðað marga við að ná betri árangri í baráttunni við aukakílóin en sjálfur glímdi Sverrir við offitu á yngri árum. Fyrir þremur árum lagðist hann svo í flakk um Evrópu ásamt fjölskyldunni og búa þau nú á Spáni. Meira »

„Þetta er algjör viðbjóður“

Í gær, 17:51 „Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Jóhannes Eggertsson, sem heldur úti Snapchat-aðganginum joalifið, en hann útbjó í gær aðgang að stefnumótavefnum Einkamál.is sem fjórtán ára gömul stúlka og fékk yfir 250 skilaboð frá körlum sem vildu komast í kynni við „stúlkuna“. Meira »

„Það má ekki byrgja þetta inni“

Í gær, 18:30 „Ég veit ekki hvað ég hef gert fólki til að eiga þetta skilið,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Sema birti í gær nokkur ummæli sem fólk hefur látið falla í hennar garð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Finnlandi og á Spáni. Meira »

Komið verði til móts við bændur

Í gær, 17:59 „Ég hef lagt mikla áherslu á, hvað varðar þennan skammtímavanda varðandi kjaraskerðingu, að fókusa á bændur. Ekki milliliðina sem slíka heldur hvernig raunverulega við getum komið til móts við bændur sjálfa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira »

Missir félagslega íbúð vegna framkvæmda

Í gær, 17:36 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Félagsbústöðum hf. sé heimilt að bera mann út úr félagslegri íbúð í Reykjavík, þar sem rífa á húsið. Meira »
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
Dráttarspil til sölu
Vandað spil ameriskt 8000lb, er með fjarstýríngu , ónotað í kassanum, tilboð ó...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...