Björg til bjargar dag eftir dag

Björg dregur Særúnu til hafnar
Björg dregur Særúnu til hafnar mbl.is/Alfons

Áhöfn björgunarbátsins Bjargar frá Snæfellsbæ hefur haft í nógu að snúast síðasta sólarhring við að koma biluðum bátum til hafnar. Snemma í morgun fór Björg 25 mílur norðvestur af Rifi til að aðstoða áhöfn strandveiðibátsins Særúnu SH.

Að sögn Gylfa Ásbjörnssonar skipstjóra á Særúnu fór sjókælivatnsrör í sundur og því hafi hann þurft að óska eftir aðstoð til að koma Særúnu til hafnar. „Ég var rétt kominn á miðin þegar rörið gaf sig“ sagði Gylfi í samtali við mbl.is og bætir við að hann hafi skakað á meðan hann beið eftir að aðstoð bærist.

„Blessaður vertu það voru ekki nema fjórir fiskar hjá mér í dag“ sagði Gylfi við fréttaritara mbl.is.

Fjölmargir strandveiðibátar eru á sjó við Snæfellsnes í dag en ágætis veður er nú á miðunum eftir leiðindakalda fyrr í vikunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert