Ekki á eitt sátt um hverju skuli ljúka

Ekki eru þingmenn á eitt sátt um hverju skuli ljúka …
Ekki eru þingmenn á eitt sátt um hverju skuli ljúka fyrir sumarleyfi Alþingis. mbl.is/Árni Sæberg

Áherslur þingflokkanna eru nokkuð ólíkar í aðdraganda sumarleyfis Alþingis og misjafnt er hvaða mál þeir telja að verði að leiða til lykta áður en það skellur á.

Fyrir þinginu liggur fjöldi mála og lagafrumvarpa um allt frá söluveðum og verðtryggingu að höfnum, orlofi húsmæðra og erfðabreyttum lífverum. Mál sem flokkarnir telja brýn í ljósi efnahagsþrenginganna eru ofarlega á baugi. Ljóst er að mörg mál verða að bíða fram á haust en ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig skuli forgangsraða í starfi þingsins það sem eftir lifir þinghalds. Sumarleyfi þingsins hefst 16. júní en það kemur aftur saman 2. september samkvæmt starfsáætlun þess.

Formenn þingflokkanna tjá sig um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert