Freigáta í Sundahöfn

Franska freigátan við Sundahöfn í dag.
Franska freigátan við Sundahöfn í dag. Ernir Eyjólfsson

Franska freigátan Latouche-Tréville var almenningi til sýnis við Skarfabakka í Sundahöfn í dag, í tilefni sjómannadagsins. Um er að ræða kafbátaeftirlitsskip frá franska sjóhernum sem er sagt í venjubundnum verkefnum á norðurslóðum. Frönsku sjóliðarnir, um 250 að tölu, verða hér í landi fram á þriðjudag.

Skipið er 139 metrar að lengd og vegur 4.800 tonn. Skipstjóri þess er Denis Bertrand.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert