Hátt í 20 enn á mælendaskrá

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson Árni Sæberg

Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi þar sem verið er að ræða frumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórnlagaþing. Á mælendaskrá klukkan 21:25 voru enn 17 þingmenn, þar af 15 frá stjórnarandstöðu.

Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks vakti athygli á því að hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né nokkur annar ráðherra ríkisstjórnarinnar sé viðstaddur umræðurnar. Hann sagðist velta því fyrir sér hvort afgreiðsla þessa máls ætti að vera með svipuðum hætti og síðasta sumar þegar sett þingmenn Vinstri grænna hafi kosið gegn sannfæringu sinni með frumvarpi um umsókn að Evrópusambandinu.

Aðeins einn þingmaður Vinstri grænna, Árni Þór Sigurðsson, er á mælandaskrá og einn þingmaður Samfylkingar, Valgerður Bjarnadóttir.  14 þingmenn Sjálfstæðisflokks eru á mælendaskrá, 4 þingmenn Framsóknarflokks og 1 frá Hreyfingunni.

Þráinn Bertelsson óháður þingmaður lagði þá fyrirspurn fyrir Bjarna Benediktsson fyrir stundu hvernig hann telji að Alþingi eigi að bera sig að til þess að eignast betri stjórnarskrá. Bjarni svaraði því til að skemmsta leiðin að því markmiði væri að „einbeita sér að því sem við erum sammál um að þarfnist endurskoðunar [...] Með því að afmarka verkefnið,færast ekki of mikið í fang er, hægt að vinna þetta á tiltölulega skömmum tíma, auðveldlega á þessu tímabili."

Bjarni sagði of mikið gert úr því sem kallað hefði verið grundvallarágreiningur, t.a.m. um nýtingu á auðlindum og hlutverk forsetans. Hann teldi sjálfur að flokkarnir ættu allir að geta komið sér saman og vel sé hægt að kalla til þverpólitísks samráðs á þinginu um breytingar  á stjórnarskrá.

Óli Björn Kárason sagðist engan hafa heyrt mæla fyrir frumvarpinu af mikilli sannfæringu og sagði svo virðast að enginn væri í reynd mjög hlynntur því. Hann sagðist jafnframt telja að heildarkostnaður við stjórnlagaþing samkvæmt frumvarpinu yrði mun hærri en áætlað væri, en áætlaður kostnaður er 300 milljónir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert