Niðurskurður mun bitna á öllum

Fjármálaráðherra segir að fyrirhugaður niðurskurður muni bitna hart á rekstri ríkisins, ríkisstofnunum og stjórnsýslunni. Það sé hins vegar stefnt sé að því að halda hlífiskildi yfir grunnþáttum eins og velferðar-, mennta- og heilbrigðismálum.

Á sama tíma muni stjórnvöld afla nýrra tekna, m.a. með aukinni skattheimtu. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir hins vegar að ekki sé um að ræða miklar almennar skattahækkanir. 

Þetta kom fram að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert