Eldra fólk eykur drykkju

Áfengisdrykkja eldra fólks er að aukast að mati SÁÁ.
Áfengisdrykkja eldra fólks er að aukast að mati SÁÁ. mbl.is/Golli

Þeir sem eldri eru, sérstaklega fólk yfir fimmtugt, hefur aukið drykkja sína. Þetta sagði Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi á aðalfundi Eflingar. Stéttarfélagið afhenti SÁÁ tvær milljónir frá sjúkrasjóði og félaginu.

Þórarinn Tyrfingsson þakkaði þennan veglega styrk og sagði gott fyrir SÁÁ að eiga svona sterkan bakhjarl. SÁÁ hefur vegna fjárhagsþrenginga á undanförnum árum þurft að draga úr þjónustunni eins og margir aðrir.

Þórarinn sagði að það sem gerðist á árunum1995-2000 hafi verið þjóðfélagsbreyting sem var mjög af hinu verra. Allt í einu hefðum við staðið frammi fyrir miklum vanda ungs fólks í fíkniefnavanda í hundruðum talið. Hann sagði að neysla hefði minnka en aftur á móti væri ljóst að þeir sem eru eldri hafi aukið drykkju sína mjög, sérstaklega karlmenn og konur sem eru komin yfir fimmtugt.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert