Jóhanna tekur ekki til máls

Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld.
Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld. mbl.is/Brynjar Gauti

Eldhúsdagsumræður, almennar stjórnmálaumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Formenn allra flokka taka til nema Jóhanna Sigurðardóttir, fyrir hönd Samfylkingar. Hreyfingin á sér engan formann en formaður þingflokks hennar tekur til máls. Enginn ráðherra Samfylkingar er á mælendaskrá.

Umræðurnar verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi og hefjast klukkan níu. Umræðurnar fara þannig fram að hver þingflokkur fær 22 mínútur til umráða sem skiptast í þrjár umferðir, 10 mínútur í fyrstu umferð, 6 mínútur í annarri og 6 mínútur í síðustu umferð. Þingmaður utan flokka talar síðastur í fyrstu umferð og hefur 6 mínútur.
 
Mælendur flokkanna munu taka til máls í neðangreindri röð og ræðumenn flokkanna verða:

Fyrir Sjálfstæðisflokk tala Bjarni Benediktsson, formaður, Einar K. Guðfinnsson og Unnur Brá Konráðsdóttir.

Ræðumenn Samfylkingarinnar eru Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Róbert Marshall.
      
Fyrir Framsóknarflokk tala Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, Eygló Harðardóttir og Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður.

Fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð tala Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Margrét Pétursdóttir. 

Fyrir Hreyfinguna tala Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokksins, og Margrét Tryggvadóttir.
 
Ræðumaður utan flokka, Þráinn Bertelsson, talar í fyrstu umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert