Þingfundur hefst á hádegi

Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður
Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður mbl.is/Ómar Óskarsson

Þingfundur hefst á Alþingi klukkan tólf á hádegi í dag en fjölmargar nefndir funda fyrir hádegi. Má þar meðal annars nefna efnahags- og skattanefnd en skilmálabreytingar veðtryggðra lánasamninga og kaupleigusamninga einstaklinga vegna bifreiðakaupa verða þar til umræðu sem og skattaleg meðferð á eftirgjöf skulda.

Þingfundur verður áfram í kvöld en klukkan 21 hefjast eldhúsdagsumræður sem verður sjónvarpað beint á RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert