Svið og ráð sameinuð til hagræðingar í borginni

Dagur B. Eggertsson ásamt flokksfélögum sínum á fundi þar sem …
Dagur B. Eggertsson ásamt flokksfélögum sínum á fundi þar sem hann kynnti málefnasamning Samfylkingar og Besta flokks. Árni Sæberg

Sameina á mennta- og leikskólasvið Reykjavíkurborgar og færa samgönguráð undir starfsemi skipulagsráðs.

Þetta kom m.a. fram í máli Dags B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingar í borgarstjórn, á fundi með flokksfélögum hans í gærkvöldi.

Dagur boðaði uppbyggingu á hverfum og stökum byggingum borgarinnar sem eru í niðurníðslu en það er liður í atvinnuskapandi átaki nýs meirihluta sem tekur við völdum í dag. Þétting byggðar var boðuð en Dagur sagði borgarstjórnina ætla að vinna að uppbyggingu í Vatnsmýrinni.

Ný borgarstjórn hyggst brúa bilið milli kynslóða og skoða á möguleikann á að reisa róluvöll fyrir gamla fólkið sem væri sameiginlegur vettvangur fyrir unga sem aldna. Það vakti athygli að samkvæmt samningnum á að stuðla að auknum náungakærleik í Reykjavík.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert