Vilja ESB-málið á dagskrá

Úr myndasafni. Jón Bjarnason og Katrín Júlíusdóttir á Alþingi.
Úr myndasafni. Jón Bjarnason og Katrín Júlíusdóttir á Alþingi. mbl.is/Sverrir

Þess var krafist í upphafi fundar á Alþingi nú klukkan ellefu, að tekin yrði á dagskrá þingsályktunartillaga Unnar Brár Konráðsdóttur um afturköllun umsóknar Íslands um aðild að ESB.

Tíu þingmenn kváðu sér hljóðs og ræddu það sem fram kom í Morgunblaðinu í morgun, að þýska þingið hefði krafist þess og staðgengill þýska sendiherrans á íslandi komið því til skila hér á landi, að Íslendingar hættu hvalveiðum sínum til þess að eiga kost á inngöngu í Evrópusambandið.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hóf umræðuna um fundarstjórn forseta á því að vekja athygli á þessu. Sagðist hann telja það óforsvaranlegt að viðræðum við ESB yrði haldið áfram á meðan ágreiningsmál um sjávarútvegsmál væri í uppsiglingu. Ekki ætti að halda áfram með málið, sem kostar um sjö milljarða króna, þegar stefndi í ágreining.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, tók undir með Jóni og krafðist þess að dagskrá yrði breytt.

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði það rétt að gær hefði verið fundur með staðgengli þýska sendiherrans þar sem þessari kröfu Þjóðverja var komið ,,mjög rækilega á framfæri".

Einar Kr. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, sagði andstæðingum ESB-aðildar alltaf leggjast eitthvað til í því máli. Sagði hann málið álíka gáfulegt og það ef Íslendingar gengju til viðræðna við ESB á þeirri forsendu að Þjóðverjar yrðu að hætta bílaframleiðslu sinni, þar sem bílar valdi mengun og slysum.

„Við ætlum okkur að verja íslenskan sjávarútveg og réttinn til að geta veitt hval með sjálfbærum hætti. En því ber að fagna í sjálfu sér að Þjóðverjar skuli með þessum hætti leggja stein í götu aðildar okkar að ESB," sagði Einar.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, minnti á að fundur verður í utanríkismálanefnd síðar í dag og þá myndi gefast færi á að ræða málið. Hún minnti á að aðildarviðræður eru alls ekki hafnar og bætti því við, þar sem talað hefði verið um hvalveiðarnar sem hluta af undirstöðuatvegi þjóðarinnar, sjávarútveginum, að útflutningstekjur af hvalveiðum á síðasta ári hefðu verið fimm þúsund krónur.

Guðlaugur Þór Þórðarson, Unnur Brá Konráðsdóttir og Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, kröfðust einnig umræðu um málið.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, steig í pontu og sagðist hafa haft af því nokkrar áhyggjur sem fram kom í Morgunblaðinu í morgun um kröfur Þjóðverjanna. ,,Þetta stemmir mjög vel við það sem sendiherra ESB hér á landi og fleiri hafa haldið fram, sem er að aðlögunarferlið taki jafnlangan tíma og Ísland vilji taka í það," sagði Ásmundur. Það er að segja að því fyrr sem Íslendingar létu undan kröfum ESB um stefnu sína í helstu málum, því fyrr myndi það fá inngöngu í sambandið.

Jón Gunnarsson tók aftur til máls og sagði að það hlyti að vera mikilvægt að heyra hver svör ríkisstjórnarinnar við þessum kröfum Þjóðverja hafa verið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

12 ára slasast í mótorkross

21:43 12 ára stúlka slasaðist í mótorkrossbrautinni við Glerá fyrir ofan Akureyri um níuleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Akureyri slasaðist stúlkan á öxl er hún datt í brautinni. Meira »

Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi

21:30 Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi hefst nú í ágúst. Hópur vísindafólks vinnur að verkefninu, en m.a. koma sérhæfðir bormenn koma frá Bandaríkjunum og bora tvær holur í eyjunni afla gagna sem nýta á til margvíslegra rannsókna. Meira »

2,2 milljarðar í viðhald fasteigna

20:30 Reykjavíkurborg mun í ár verja um 2,2 milljörðum til viðhalds fasteigna á vegum borgarinnar. Þar af fara 620 millj­ón­ir til átaks­verk­efna í viðhaldi í 48 leik- og grunn­skólum borgarinnar. Höfundar skýrslu um ytra ástand leikskóla telja „viðhaldsskuld“ borgarinnar þegar vera orðna mikla. Meira »

Urðu næstum fyrir heyrúllum

20:29 Tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls út á veginn við Mývatn fyrr í kvöld. Engin slys urðu á fólki en umferð stöðvaðist þar til tvær konur tóku sig til og ýttu heyrúllunum út af veginum. Meira »

6.000 kílómetra leið á traktor

20:00 Tíunda júní hófst Íslandsför Þjóðverjans Heinz Prien, en hann ólíkt öðrum ákvað að ferðast um landið á 54 ára gamalli dráttarvél af gerðinni Hanomag með húsvagn í eftirdragi. Meira »

„Verið að slá ryki í augun á fólki“

19:54 Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum, segir að það sé verið að slá ryki í augun á fólki með umræðu um að leigja tvíbyttnuna Akranes til að sigla milli lands og Eyja. Meira »

Lögreglumennirnir áfram við störf

18:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja lögreglumanna sem kærðir hafa verið fyrir brot í starfi. Eru mennirnir sakaðir um harðræði við handtöku manns í Kópavogi í vor og greindi Fréttablaðið frá málinu í dag. Meira »

John Snorri lagður af stað

18:58 John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2. Áætlað er að förin taki um 10 klukkustundir. Búast má við næstu fréttum frá hópnum um klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Meira »

Hjóla í þrjá daga samfleytt

18:15 Fyrirtækið Made in Mountains stendur fyrir Glacier 360-fjallahjólakeppninni sem fram fer dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fyrstu stigakeppnina sem haldin er hérlendis eftir að Ísland var samþykkt inn í alþjóðahjólreiðasambandið. Keppendur munu hjóla í þrjá daga, meðal annars meðfram Langjökli. Meira »

Héldu að þeir væru að drukkna

17:44 Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni. Meira »

Biskupstungnabraut opnuð eftir árekstur

16:45 Umferðarslys varð á Biskupstungnabrautinni, við gatnamót Grafningsvegar vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi, um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi lentu þrír bílar þar í umferðaróhappi og urðu verulegar skemmdir á tveimur þeirra. Meira »

Þurfti aðstoð lögreglu vegna farþega

16:44 Lögregla var kölluð út í tvígang í dag á bryggjuna í Vestmannaeyjum vegna ósáttra farþega Herjólfs. „Það er engin ástæða til að hvíla stálið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem kallar eftir því að skipið verði látið sigla allan sólarhringinn þegar þörf krefur. Meira »

Auglýsing um starfið kom á óvart

15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Yfir 500 skjálftar í hrinunni

13:45 Mjög hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni sem hófst austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærmorgun. Smá hrina var í morgun en annars hefur hún verið í rénun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Yfir 500 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »

Sekkur líklega á næstu klukkutímum

13:41 Ólíklegt er að náist að bjarga bandarísku skútunni sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu aðfaranótt miðvikudags. Skipverjarnir eru enn um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni en áætlað er að þeir komi í land í kvöld eða fyrramálið. Meira »
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...
BMW F650CS + nýr jakki, buxur og hjálmur
BMW F650 CS ferðahjól til sölu. Ekið aðeins 17.000- km. Hjálmageymslubox fylgir....
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...