Vilja ESB-málið á dagskrá

Úr myndasafni. Jón Bjarnason og Katrín Júlíusdóttir á Alþingi.
Úr myndasafni. Jón Bjarnason og Katrín Júlíusdóttir á Alþingi. mbl.is/Sverrir

Þess var krafist í upphafi fundar á Alþingi nú klukkan ellefu, að tekin yrði á dagskrá þingsályktunartillaga Unnar Brár Konráðsdóttur um afturköllun umsóknar Íslands um aðild að ESB.

Tíu þingmenn kváðu sér hljóðs og ræddu það sem fram kom í Morgunblaðinu í morgun, að þýska þingið hefði krafist þess og staðgengill þýska sendiherrans á íslandi komið því til skila hér á landi, að Íslendingar hættu hvalveiðum sínum til þess að eiga kost á inngöngu í Evrópusambandið.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hóf umræðuna um fundarstjórn forseta á því að vekja athygli á þessu. Sagðist hann telja það óforsvaranlegt að viðræðum við ESB yrði haldið áfram á meðan ágreiningsmál um sjávarútvegsmál væri í uppsiglingu. Ekki ætti að halda áfram með málið, sem kostar um sjö milljarða króna, þegar stefndi í ágreining.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, tók undir með Jóni og krafðist þess að dagskrá yrði breytt.

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði það rétt að gær hefði verið fundur með staðgengli þýska sendiherrans þar sem þessari kröfu Þjóðverja var komið ,,mjög rækilega á framfæri".

Einar Kr. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, sagði andstæðingum ESB-aðildar alltaf leggjast eitthvað til í því máli. Sagði hann málið álíka gáfulegt og það ef Íslendingar gengju til viðræðna við ESB á þeirri forsendu að Þjóðverjar yrðu að hætta bílaframleiðslu sinni, þar sem bílar valdi mengun og slysum.

„Við ætlum okkur að verja íslenskan sjávarútveg og réttinn til að geta veitt hval með sjálfbærum hætti. En því ber að fagna í sjálfu sér að Þjóðverjar skuli með þessum hætti leggja stein í götu aðildar okkar að ESB," sagði Einar.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, minnti á að fundur verður í utanríkismálanefnd síðar í dag og þá myndi gefast færi á að ræða málið. Hún minnti á að aðildarviðræður eru alls ekki hafnar og bætti því við, þar sem talað hefði verið um hvalveiðarnar sem hluta af undirstöðuatvegi þjóðarinnar, sjávarútveginum, að útflutningstekjur af hvalveiðum á síðasta ári hefðu verið fimm þúsund krónur.

Guðlaugur Þór Þórðarson, Unnur Brá Konráðsdóttir og Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, kröfðust einnig umræðu um málið.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, steig í pontu og sagðist hafa haft af því nokkrar áhyggjur sem fram kom í Morgunblaðinu í morgun um kröfur Þjóðverjanna. ,,Þetta stemmir mjög vel við það sem sendiherra ESB hér á landi og fleiri hafa haldið fram, sem er að aðlögunarferlið taki jafnlangan tíma og Ísland vilji taka í það," sagði Ásmundur. Það er að segja að því fyrr sem Íslendingar létu undan kröfum ESB um stefnu sína í helstu málum, því fyrr myndi það fá inngöngu í sambandið.

Jón Gunnarsson tók aftur til máls og sagði að það hlyti að vera mikilvægt að heyra hver svör ríkisstjórnarinnar við þessum kröfum Þjóðverja hafa verið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fólk komist leiða sinna í fyrramálið

21:01 Von er á því að allir strandaglópar dagsins í dag komist í áttina til áfangastaðar í fyrramálið. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is. Að hans sögn hefur fólkinu fækkað töluvert í flugstöðinni frá því í dag. Meira »

Segir flugvirkja Icelandair sjálfselska

19:52 Icelandair er orð sem mikið er notað er á Twitter í dag. Margir þeirra farþega sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna verkfalls flugvirkja, sem hófst klukkan sex í morgun, hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í dag. Meira »

Eldur í bifreið í Kópavogi

19:44 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í bifreið á Arnarnesvegi í Kópavogi um klukkan 19:10 í kvöld. Engin slys urðu á fólki og búið er að slökkva eldinn. Meira »

Völd og kynlíf í ljósi #metoo

19:35 Íslensk vinnustaðamenning og í raun þjóðfélagið í heild sinni er litað af hegðun sem stjórnast af kvenfyrirlitningu, það er erfitt að finna annað orð sem nær utan um hegðunina sem hver hópurinn af öðrum hefur stigið fram og lýst á undanförnum vikum. mbl.is ræddi við nokkra karla um metoo-byltinguna. Meira »

Minntust Klevis við Tjörnina

18:20 Um hundrað manns komu saman við Tjörnina í Reykjavík í dag og kveiktu á kerti til að minnast Klevis Sula, sem lést 8. desember síðastliðinn í kjölfar hnífstunguárásar í miðbæ Reykjavíkur. Klevis fæddist hinn 31. mars 1997 og var því tvítugur þegar hann lést. Meira »

„Þeirra er ábyrgðin“

17:37 Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir hjákátlegt að fylgjast með ráðherrum ríkisstjórnarinnar og fulltrúum Samtaka atvinnulífsins vara við því að flugvirkjar fái 20 prósenta launahækkun því þá muni allt fara á hliðina. Meira »

Gríðarlegur fjöldi bíður svara

16:20 Gríðarlegur fjöldi fólks bíður nú eftir afgreiðslu á söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Isavia hefur kallað út aukamannskap til þess að reyna að sinna fólkinu sem bíður þess að fá svör frá Icelandair. Meira »

„Þú vildir þetta, þú veist það“

17:23 Karlmaður var á föstudag fundinn sekur um að hafa nauðgað stúlku á heimili hennar árið 2016. Hvorugt þeirra hafði náð 18 ára aldri á þeim tíma. Var hann dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi ásamt því að greiða henni 1,5 milljónir í miskabætur. Meira »

Var sagt að redda sér sjálf

16:05 Hljómsveitin amiina og fjölskyldumeðlimir þeirra eru strand í München eftir að flugi þeirra var aflýst vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair. María Huld Markan Sigfúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar, segir Icelandair hafa fullvissað sveitina um að þau þyrftu ekki að taka flug fyrr. Meira »

Boðað til fundar hjá ríkissáttasemjara

15:48 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair munu hittast á ný á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag, en samninganefndirnar funduðu til klukkan þrjú í nótt, þegar upp úr viðræðunum slitnaði. Verkfall flugvirkja hófst klukkan sex í morgun. Meira »

Búast má við hláku og vatnavöxtum

15:27 Búast má við talsverðri hláku á landinu næsta einn og hálfan sólarhringinn. Sunnan- og suðaustanlands verður talsverð rigning í nótt og aftur mikil rigning annað kvöld. Þar fellur úrkoman að miklu leyti á frostkalda jörð sem getur valdið því að vatn safnast fyrir, t.d. í dældum í landslagi og á vegum. Meira »

Kvörtunum rignir yfir Icelandair

13:21 Ósáttir farþegar Icelandair kvarta nú sáran á samfélagsmiðlum vegna áhrifa verkfallsaðgerða flugvirkja á ferðaáætlanir þeirra. Margir leita einfaldlega svara. Meira »

Var bara tilkynnt niðurstaðan

11:59 Ákveðið hefur verið að leggja niður Geðheilsu- og eftirfylgdarteymi (GET), sem starfað hefur innan heilsugæslunnar undanfarin fimmtán ár. Forstöðumaður teymisins segir um mikla afturför að ræða og stór hópur muni líða fyrir ákvörðunina. Meira »

„Verða að ná saman í dag“

11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Með 80 þúsund í heildartekjur á mánuði

10:53 „Við erum jafnvel með fólk sem er að fá 80.000 í heildartekjur á mánuði og ekkert annað,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í þættinum Sprengisandi nú í morgun. „Við verðum að finna leiðir með stjórnvöldum til að bæta þetta, því það getur enginn lifað á þessu.“ Meira »

„Feginn að þú ert ekki forstjóri“

11:51 100 milljarðar í innviðauppbyggingu sem Sjálfstæðisflokkurinn hét fyrir síðustu kosningar munu skila sér. Þetta sagði Páll Magnússon í þættinum Silfrinu. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins voru til umræðu og sagðist Páll telja Landspítalann fá of mikið í nýju fjárlagafrumvarpi. Meira »

Fyrrum fangar fá aðstoð

11:10 Rauði krossinn og Fangelsismálastofnun gerðu í gær með sér samstarfssamning um aðstoð sjálfboðaliða við einstaklinga sem brotið hafa af sér, eftir að afplánun refsivistar í fangelsum líkur. Um er að ræða útvíkkun á heimsóknarþjónustu Rauða krossins. Meira »

Rólegt andrúmsloft í Leifsstöð

10:18 Engin örtröð ríkir í Leifsstöð, þrátt fyrir miklar raskanir á öllum leiðum Icelandair sökum verkfalls flugvirkja. Gert er ráð fyrir frekari röskunum seinna í dag en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni enn sem komið er. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
Honda CR-V 2005
Honda CR-V árg 2005 - bensín - ekinn 221.000 km - fjórhjóladrifin - beinskiptur ...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6...
Jólakort til styrktar langveikum börnum
Bumbuloní Jólakort og Merkimiðar. Allur ágóði rennur til styrktar fjölskyldum l...
 
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...