Fjármálaeftirlitið átti að hafa eftirlit með gengislánunum

Valgerður Sverrisdóttir.
Valgerður Sverrisdóttir. mbl.is/Golli

„Ég get ekki betur séð en að Fjármálaeftirlitið hafi átt að hafa eftirlit með þessu,“ segir Valgerður Sverrisdóttir en hún var viðskiptaráðherra þegar lögin um vexti og verðtryggingu tóku gildi árið 2001.

Í viðtali í Morgunblaðinu í dag segir hún það vera með ólíkindum að gengistryggingin hafi viðgengist athugasemdalaust öll þessi ár. Þinginu hafi heldur aldrei borist fyrirspurn um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert