Tugir vilja verma bæjarstjórastól Akureyrar

Akureyrarkirkja
Akureyrarkirkja Ómar Óskarsson

Tugir umsókna bárust um embætti bæjarstjóra á Akureyri en það var auglýst nýverið. Aðspurður segir Geir Kristinn Aðalsteinsson, oddviti L-listans sem hlaut hreinan meirihluta í bæjarstjórnarkosningunum í lok maí, að ráðningin verði algerlega á faglegum forsendum.

„Capacent er bara að skoða þetta akkúrat núna, það var eitthvað sem kom í tölvupósti og eitthvað í gegnum kerfið þeirra þannig að það er verið að fara yfir það hvort það sé eitthvað tvítalið í þessu. En þetta eru sennilega í kringum 50 og 60 umsóknir,“ segir Geir og bætir við að nú sé beðið eftir að heyra frá Capacent varðandi næstu skref.

Geir segir að stefnt sé að því að nýr bæjarstjóri geti hafið störf um næstu mánaðarmót. „Vonandi stenst það. Það fer auðvitað eftir ýmsu, við þurfum að kalla aðila í viðtöl og spurning hvort þeir búa úti um allt land eða hvað. En við ætlum allavega að vinna þetta eins hratt og við mögulega getum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert