Neytendastofa bannar auglýsingu 365

Merki 365 miðla.
Merki 365 miðla.

Neytendastofa hefur með nýrri niðurstöðu sinni bannað 365 miðlum birtingu á samanburðarauglýsingum sínum um útvarpshlustun.

Í auglýsingunni er samanburður gerður á hlustun á lesnum auglýsingum á Bylgjunni 98,9 Gull Bylgjunni og Létt Bylgjunni sameiginlega en Rás 1 og Rás 2 hvorri í sínu lagi.

Í niðurstöðu Neytendastofu er tekið fram að lesnar auglýsingar séu ekki leiknar auglýsingar og því óréttmætir viðskiptahættir að greina í sundur hlustun á Rás 1 og Rás 2 þar sem lesnar auglýsingar eru sendar út á sama tíma á báðum rásum á sama hátt og rásum Bylgjanna. Þannig sé það brot á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu að bera annars vegar saman hlustun allra Bylgjanna en hins vegar Rás 1 og Rás 2 sérstaklega.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert