Skjaldborg um styrkjakerfið

„Þessu er náttúrlega bara stefnt gegn samkeppni í þessum iðnaði og til þess að tryggja stöðu kerfisins og mjólkursamlaganna sem lifa á þröngum hagsmunum í skjóli ríkisins.“

Þetta segir Hróbjartur Jónatansson lögmaður um fyrirhugaðar breytingar á búvörulögum þar sem þrengt er mjög að þeim sem framleiða mjólkurvörur utan styrkjakerfis ríkisins í landbúnaði, m.a. með heimild til þess að beita afurðastöðvar háum sektum ef þær taka við mjólk framleiddri utan kerfisins og selja hana á innanlandsmarkaði.

Afgreiða átti frumvarpið í vor en því hefur nú verið frestað til haustþingsins. Í Morgunblaðinu í dag segir Hróbjartur ljóst, að styrktarkerfið í landbúnaði takmarki atvinnufrelsi manna og ennfremur að hann efist um að lögin um það standist stjórnarskrána. Sérstaklega ef gera eigi það refsivert að framleiða mjólkurvörur utan kerfisins.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert