Segist beittur valdníðslu

Guðmundur Týr Þórarinsson.
Guðmundur Týr Þórarinsson. Valdís Þórðardóttir

Í yfirlýsingu frá Guðmundi Tý Þórarinssyni, forstöðumanni Götusmiðjunnar, segir hann að það sé „óþolandi að sitja undir ásökunum embættismanna og valdníðslu þeirra.“Barnaverndarstofa lokaði Götusmiðjunni á föstudaginn.

Ungmenni sem voru til meðferðar í Götusmiðjunni voru fjarlægð úr vistun Götusmiðjunnar eftir að ákveðnum stöðugleika og ró barnanna verið raskað, eins og kom fram í viðtali við Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu. Því hafi Barnaverndarstofa og barnaverndarnefndir Reykjavíkur og Kópavogs ákveðið að grípa til aðgerða.

Eftirfarandi er yfirlýsing Guðmundar:

Ég fagna aðkomu Árna Páli Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra,
að ágreiningi mínum og Braga Guðmundssonar, forstöðumanni
Barnaverndarstofu. Jafnframt treysti ég því að ráðuneytið komi faglega
að málinu og leiði það farsællega til lykta með varalegum hætti.
Ennfremur vænti ég þess að ráðuneytið hafi samband við lögfræðing minn
vegna málsins.

Það er óþolandi að sitja undir ásökunum embættismanna og valdníðslu
þeirra með þeim hætti sem ég hef þurft að þola frá hendi Braga
Guðbrandssonar. Bragi hefur tekið að sér að rannsaka málið, dæma í því
og ákvarða refsingu. Þetta samræmist illa nútíma stjórnsýslu. Því
ítreka ég kröfur mínar um að lögregla rannsaki nú þegar þann þátt er
lýtur að meintum hótunum sem ég á að hafa viðhaft í garð barnanna, og
vísa þeim ásökunum enn eindregið á bug.

Guðmundur Týr Þórarinsson
Forstöðumaður Götusmiðjunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert