Þyrlan lenti á Spákonufellinu

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann á Spákonufell eftir að svifdreki …
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann á Spákonufell eftir að svifdreki hans hrapaði þar. Kristján Blöndal

Maðurinn sem brotlendi svifdreka í Spákonufelli við Skagaströnd í morgun er í aðgerð, að sögn vakthafandi læknis. Hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hafa sjálfur hringt í Neyðarlínuna.

Björgunarsveitir af norðvesturlandi voru kallaðar út til að hlúa að hinum slasaða þar til þyrlan kæmi á slysstað. Kristján Blöndal, meðlimur í björgunarsveitinni Blöndu, sendi mbl.is þessar myndir frá útkallinu.

Þar sést glögglega hrjúft yfirborð Spákonufells. Svifdrekaflugmaðurinn var einn á ferð og gat sjálfur kallað eftir aðstoð en hann var með opið beinbrot og var fluttur á Landspítala-háskólasjúkrahús þar sem hann er nú í aðgerð.

Björgunarsveitarmenn ganga niður af Spákonufelli í átt til Skagastrandar. Kristján …
Björgunarsveitarmenn ganga niður af Spákonufelli í átt til Skagastrandar. Kristján Blöndal
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert