Þakkar dóttur sinni og tengdasyni

Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands þakkaði dóttur sinni og tengdasyni fyrir að vera góðir foreldrar í tengslum við hvatningarátak sem hófst í dag. Til átaksins er stofnað í tilefni af því að 30 ár eru liðin síðan Íslendingar voru til fyrirmyndar með að kjósa konu sem forseta eins og segir í tilkynningu.

Þeir sem Mbl sjónvarp ræddi við vildu helst þakka vinum og fjölskyldu en einnig fengu konurnar í kjötborðinu í Fjarðarkaup þakkir fyrir fagmennsku og metnað í störfum sínum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert