Lýsa yfir stuðningi við níumenningana

Umhverfishreyfingin Saving Iceland segist lýsa yfir fullri samstöðu með sakborningunum níu í Reykjavík, sem eigi á hættu allt frá eins árs til sextán ára fangelsisvist „fyrir að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að mótmæla skammarlegu þjóðþingi, 8. desember 2008.“

Fram kemur í tilkynningu að níumenningarnir hafi verið valdir úr þeim þúsundum manna sem hafi fellt fyrri ríkisstjórn með mótmælum sínum.

Saving Iceland krefst þess að ákærur gegn níumenningunum séu dregnar til baka þegar í stað. Einnig að Alþingi og íslenska ríkið sendi frá sér opinberar afsökunarbeiðnir til sakborninga og fjölskyldna þeirra „fyrir þessa hreinræktuðu pólitísku kúgunaraðgerð,“ eins og segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka