Veruleg fækkun nýrra mála

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nýjum einkamálum og ákærumálum hefur fækkað verulega hjá héraðsdómum á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Alls voru málin 15.994 talsins á fyrstu sex mánuðum síðasta árs en eru 9.827 í ár. Eru málin 6.167 færri í ár.

Munar þar mestu um þingfest einkamál en þeim hefur fækkað um 5.850 á milli ára. Ákærumálum hefur fækkað úr 1.335 í 1.083 á milli ára.

Flest málin koma fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, 5.756 á fyrstu sex mánuðum þessa árs en voru 9.809 talsins á sama tímabili í fyrra.

Fæst eru málin í Héraðsdómi Vestfjarða, 133 á fyrstu sex mánuðum síðasta árs en 98 í ár.

 Skipting á milli héraðsdómstóla

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert