Konu bjargað úr eldsvoða

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bjargaði konu þegar eldur kom upp að Mýrargötu …
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bjargaði konu þegar eldur kom upp að Mýrargötu 16. Myndin er úr myndasafni. Júlíus Sigurjónsson

Slökkviliðið bjargaði konu út af annarri hæð hússins að Mýrargötu 16 í Reykjavík í morgun. Þrír komust út um glugga í kjallara hússins með aðstoð lögreglunnar. Eldur kviknaði í geymslu í kjallaranum og fylltist stigagangurinn af reyk. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.

Tilkynnt var um eldinn kl. 8.55 í morgun. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var kominn mikill reykur í stigaganginn. Fólkið í kjallaranum náði að brjóta glugga til að komast út úr íbúð sinni og naut aðstoðar lögreglunnar sem fyrr segir.

Slökkviliðið bjargaði konu út af annarri hæð og setti á hana svonefndan björgunarmaska til að geta leitt hana út í gegnum reykjarkófið. 

Unnið er að reyklosun hússins. Reykurinn var mestur á stigaganginum en ekki mikill reykur kominn inn í íbúðirnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert