Fréttaskýring: X-mál og ákærur vegna hruns vofa yfir

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. Ómar Óskarsson

Dómsmál sem bárust héraðsdómstólum á fyrstu sex mánuðum þessa árs eru mun færri en á sama tíma í fyrra en þá náði málafjöldinn nýjum og áður óþekktum hæðum. Samt sem áður er ekki hægt að reikna með að álagið á dómstólana muni minnka, raunar þvert á móti, að mati formanns dómstólaráðs. Ástæðan er sú að búast má við að umfangsmikil mál frá sérstökum saksóknara vegna bankahrunsins komi brátt til kasta dómstólanna auk þess sem svokölluðum X-málum hefur fjölgað verulega. Í báðum tilfellum getur málsmeðferð verið bæði tímafrek og flókin.

Upplýsingar um málafjölda komu fram í samantekt sem dómstólaráð birti í gær. Mestu munar að mun færri einkamál hafa verið þingfest nú en í fyrra en einnig hefur sakamálum fækkað töluvert.

Símon Sigvaldason, héraðsdómari í Reykjavík og formaður dómstólaráðs, segir að ekki sé hægt að segja með vissu til um ástæður þess að einkamálum fækkar svo mjög. Einkamálum hefði fjölgað verulega rétt fyrir og eftir hrun, þ.e. á árunum 2008 og 2009. Skýringin á fækkun nú gæti verið sú að fljótlega eftir hrun hefði orðið ljóst hvaða mál þyrfti að höfða, s.s. vegna skulda eða til að leysa úr öðrum ágreiningi vegna samninga. Ekki væri heldur útilokað að hækkun gjalda fyrir að þingfesta einkamál hefði áhrif. Í ársbyrjun 2010 var gjaldskránni breytt þannig að gjaldið tekur mið af þeim hagsmunum sem eru undir í málinu og getur orðið allt að 90.000 krónur ef krafan er hærri en 30 milljónir.

Þótt einkamálum hafi fækkað er ekki þar með sagt að álagið á dómstóla muni minnka. Raunar má nú þegar sjá merki um hið gagnstæða því svonefndum X-málum, þ.e. ágreiningsmálum sem skiptastjórar þrotabúa og slitastjórna höfða við slit fjármálafyrirtækja, fjölgaði gríðarlega á fyrstu sex mánuðum þessa árs, eða úr 15 í fyrra í 273. Búist er við að þessum málum fjölgi verulega í haust og á næsta ári. Meðferð X-mála fyrir dómstólum getur verið afar tímafrek enda er í þeim oft tekist á um mjög flókin lögfræðileg úrlausnarefni. Á hinn bóginn gæti niðurstaða í tiltölulega fáum málum gefið fordæmi fyrir mörg önnur mál og þannig myndi snarlega grynnka á málafjöldanum. Um þetta ríkir algjör óvissa, eins og gefur að skilja.

„Þetta er annar af tveimur málaflokkum sem menn telja að geti orðið gríðarlega tímafrekir. Hinn pósturinn eru mál frá sérstökum saksóknara en enn sem komið er hefur bara eitt slíkt mál verið þingfest,“ segir Símon.

Aldan ekki komin að landi

Mál sem sérstakur saksóknari höfðar verða að öllum líkindum afar tímafrek og sé Baugmálið haft til hliðsjónar má gera ráð fyrir að málflutningur geti tekið margar vikur. Á meðan gera dómarar í viðkomandi máli lítið eða ekkert annað, en reikna má með að tveir embættisdómarar og einn sérfróður meðdómsmaður dæmi í slíkum málum. Hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem langflest, ef ekki öll, slík mál verða höfðuð, starfa nú 22 dómarar.

Miðað við þetta má segja að sú alda erfiðra dómsmála og álags sem menn hafa vænst í kjölfar hrunsins sé ekki komin að landi, a.m.k. ekki af fullum þunga.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Í farbanni vegna gruns um smygl á fólki

18:40 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður sem grunaður er um smygl á fólki sæti farbanni allt til föstudagsins 10. nóvember næstkomandi. Við komu mannsins hingað til lands fundust á honum skilríki annars fólks, í tösku, sem hann sagðist svo ekki eiga. Meira »

Lögbannsmál geta tekið nokkrar vikur

18:35 Næsta skref í lögbannsmálinu er að Glitnir HoldCo fái útgefna réttarstefnu hjá héraðsdómi en frestur til að fá stefnu útgefna er vika. Engin gögn eru til um meðaltíma málsmeðferðar í lögbannsmálum. Meira »

Frysta ástand meðan málið er hjá dómstólum

18:24 Með því að fallast á lögbannskröfu er embætti sýslumanns að frysta tiltekið ástand á meðan að málið er til meðferðar hjá dómstólum. Þetta segir í yfirlýsingu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, vegna lögbanns sem lagt var á fréttir Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnar voru úr gögnum sem komu innan úr Glitni. Meira »

Gamli Iðnaðarbankinn jarðsunginn

18:10 Stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12, sem reis á árunum 1959-1963, verður jarðsungið á fimmtudaginn kl. 18. „Okkur langar að heiðra minningu byggingarinnar,“ segir Anna María Bogadóttir arkitekt og einn af skipuleggjendum jarðsöngsins. Meira »

„Setur málin í undarlegt samhengi“

17:55 „Ég fór hvorki fram á lögbannið sjálfur, né átti aðild að þessu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um lögbann sem sett var frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, upp úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Taskan í vélinni en eigandi ekki

17:40 Seinka þurfti flugtaki hjá vél flugfélagsins WOW air um rúmlega klukkustund í gærmorgun. Þegar vélin var komin út á flugbraut kom í ljós að farþegi sem hafði skráð tösku með í flugið var ekki um borð. Meira »

Össur segir kjósendur VG vilja í ESB

17:18 Össur Skarphéðinsson segir dauðafæri á ESB aðild fyrir Ísland í færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann ræðir nýja könnun sem sýni að meirihluti kjósenda VG styðji aðild að ESB. Það skapi dauðafæri á ESB aðildarviðræðum. Meira »

Önnur vél send til að sækja farþega

17:29 Ákveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél sem snúið var til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Við skoðun kom í ljós bilun kom í ljós í olíusíu í öðrum hreyfli vélarinnar. Meira »

Miðflokkurinn fær enga sérmeðferð

16:59 Miðflokkurinn mun ekki koma við sögu í neinum þeirra fjögurra málefnaþátta sem RÚV sýnir vegna komandi alþingiskosninga. „Ef við ætlum að setja upp sérstakar tökur fyrir Miðflokkinn værum við að brjóta jafnræði sem við erum að beita gagnvart öllum flokkum,“ segir Heiðar Örn, kosningaritstjóri RÚV. Meira »

Í varðhaldi vegna lífshættulegrar árásar

16:55 Hæstiréttur staðfesti í dag að karlmaður muni sæta gæsluvarðhaldi til 7. nóvember vegna hnífstungu­árás­ar í Æsu­felli í Breiðholti 3. október. Meira »

Slagveður suðvestanlands á morgun

15:51 Heldur fer að hvessa í kvöld suðvestanlands en í nótt og fyrramálið má gera ráð fyrir hviðum allt að 30 m/s á Reykjanesbraut samfara slagveðursrigningu. Gert er ráð fyrir 30-35 m/s á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Afar óheppileg tímasetning lögbanns

15:42 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir lögbann sýslumannsins í Reykjavík, á um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media unna úr gögn­um inn­an úr Glitni, út í hött. Meira »

„Óviðunandi í lýðræðisríki“

15:25 Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og æðsti yfirmaður fjölmiðla á Íslandi, segir að fjölmiðlar eigi ekki að þola inngrip af hálfu ríkisvaldsins vegna ritstjórnarstefnu, efnistaka eða heimildarmanna sinna. „Slíkt er að minni hyggju óviðunandi í lýðræðisríki“. Meira »

Óþolandi árás á tjáningarfrelsið

15:22 PEN á Íslandi, samtök rithöfunda, þýðenda og ritstjóra sem vilja standa vörð um tjáningarfrelsið, fordæma lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media um tengsl stjórnmálamanna og fjármálastofnanna sem unnin er upp úr gögnum þrotabús Glitnis. Meira »

Styrkja þjónustu við þolendur ofbeldis

15:09 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur veitt Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri samtals 15 milljónir króna til að fjármagna stöður sálfræðinga sem sinna þjónustu við þolendur ofbeldis. Meira »

Vél Primera snúið við vegna bilunar

15:23 Flugvél Primera Air Nordic var fyrr í dag snúið til baka til Alicante á Spáni skömmu eftir flugtak vegna tæknibilunar. Vélin, sem hefur flugnúmerið 6F108, var á leið til Keflavikur frá Alicante og skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Meira »

Sjáðu hvort nafnið þitt var notað

15:22 Nú getur þú farið í pósthólfið þitt á mínum síðum á Ísland.is til að kanna hvort nafn þitt hafi verið skráð á meðmælendalista einhvers framboðanna sem hugðust bjóða fram til Alþingis þann 28. október 2017. Þetta kemur fram á heimasíðu Þjóðskrár Íslands. Meira »

Fær bætur eftir vistun í fangaklefa

14:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða konu 300 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa verið vistuð í fangaklefa í tæpa sex klukkutíma án þess að nægilegt tilefni væri til. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
Renault Captur 2015, dísil, sjálfsk. t. sölu
Góður, díesel, sjálfsk., 63 þ.km. Góð s.+ vetrard. 2.290 þ.kr. S. 696 7656, ar...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
L helgafell 6017101119 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101119 IV/V Mynd af ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...