Kunnuglegur konsert hefst á ný

Kunnuglegur konsert heyrðist á ný í miðbænum í hádeginu í dag þegar fjögur til fimmhundruð manns tóku sér stöðu fyrir utan Seðlabankann til að mótmæla tilmælum hans og fjármálaeftirlitsins um viðbrögð við nýföllnum gengislánadómum Hæstaréttar.

Ungir sem aldnir börðu á búsáhöld, vörubílstjórar þeyttu flautur sínar auk þess sem vúvúzela lúðrar höfðu bæst í hljómsveitina. Var hávaðinn mikill þegar mest lét og reyndu mótmælendur að komast inn í bankann en höfðu ekki erindi sem erfiði.

Óljóst er hverjir stóðu að mótmælunum en hvatt var til þeirra í gegn um fésbókarsíðu.

Eftir að hópurinn tók að þynnast stillti hópur lögreglumanna sér upp við bankann vegna háreistanna auk þess sem bifhjólamaður stuggaði við aðaldyrum Seðlabankans með vélhjóli sínu í þeim tilgangi að komast inn, án árangurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert