Umferð bönnuð um Landeyjahöfn

Framkvæmdir eru enn í fullum gangi í Landeyjajöfn og umferð …
Framkvæmdir eru enn í fullum gangi í Landeyjajöfn og umferð um höfnina er bönnuð. sigling.is

Siglingastofnun áréttar að öll óviðkomandi umferð sé bönnuð um Landeyjahöfn. Mikil umferð smærri báta hefur verið um höfnina undanfarið og eins hafa margir komið landleiðina að höfninni. Engar siglingar eru heimilar um höfnina fyrr en hún verður formlega opnuð. Banninu verður framfylgt í samráði við lögreglu.

„Fólk á öllum aldri, jafnvel mæður með smábörn og mjög roskið fólk hefur sést þar klifrandi í grjótgörðunum innan um stórvirkar vinnuvélar. Engar slysavarnir eru til staðar í höfninni og því skapa óþarfa ferðalög almennings á þessu vinnusvæði mikla slysahættu,“ segir í tilkynningu Siglingastofnunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert