Kúabændur ósáttir við reglugerð um kvótamarkað

Kýr á Vorsabæ í Austur-Landeyjum.
Kýr á Vorsabæ í Austur-Landeyjum. mbl.is/Eggert

Stjórn Landssambands kúabænda sendi frá sér ályktun í gær þar sem lýst er furðu á breytingum á reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum.

Telja kúabændur að ráðherra hafi hundsað tillögur starfshóps sem sambandið, ráðuneytið, Bændasamtökin og Matvælastofnun hafi lagt fram og fólu í sér að fyrsti markaðsdagur kvótamarkaðarins yrði 15. september nk.

Í ályktuninni kemur fram að „ákvörðun ráðherra veldur kúabændum fjárhagslegum skaða. Lýsir stjórn Landssambands kúabænda allri ábyrgð vegna þessa á hendur ráðherra.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert