Stórgræddu á bólunni

Hækkun tekna byggist á hærra fasteignamati, einkum á höfuðborgarsvæðinu.
Hækkun tekna byggist á hærra fasteignamati, einkum á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Ásdís

Tekjur sveitarfélaga af fasteignasköttum jukust að raunvirði um 318% frá árinu 1988 til ársloka 2009, samkvæmt útreikningum sem byggjast á upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Tekjuaukningin er talsvert umfram hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu, en frá árinu 1994 hefur það hækkað um rúmlega 200%.

Þessar tölur taka til heildarhækkunar á tekjum af fasteignaskatti allra sveitarfélaga landsins. Fasteignaskattar urðu á þessum árum veigameiri tekjustofn en fyrr. Þannig jukust heildartekjur sveitarfélaga um 266% frá 1988 til loka árs 2009, töluvert minna en tekjur af fasteignasköttum, að því er fram kemur í úttekt á þessu máli í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert