Kríur réðust á branduglu

Branduglan er öll að hressast.
Branduglan er öll að hressast. Ljósmynd / Náttúrustofa Vesturlands

Brandugla fannst nær dauða en lífi í kríuvarpi í nágrenni við Rif á Snæfellsnesi s.l. mánudag. Uglan hafði gert sig líklega til þess að herja á kríuvarpið til þess að ná sér í eitthvað í svanginn en kríurnar gerðu harða atlögu að henni. Var hún nær dauða en lífi þegar Freydís Vigfúsdóttir, doktorsnemi við Háskólasetur Snæfellsnes, fann hana ásamt fylgdarliði.

Freyja tók brandugluna með sér á Náttúrustofu Vesturlands til aðhlynningar og eftir að hún hafði fengið æti að borða varð hún öll hressari. Henni verður sleppt aftur við Rif þegar hún hefur náð sér að fullu.

Heimasíða Náttúrustofu Vesturlands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka