Matarkarfan á að lækka

Gengisstyrking síðustu mánaða gefur tilefni til frekari verðlækkana á matvælum að mati forsvarsmanna matvöruverslana. Könnun á vegum ASÍ sýnir að verð hefur farið lækkandi síðan í febrúar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Það er full ástæða til að búast við frekari verðlækkunum og þá sérstaklega hvað varðar innfluttar vörur,“ segir Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss, sem meðal annars rekur Nóatún, Krónuna og 11-11-verslanirnar. Hann segist einnig búast við einhverjum lækkunum á innlendum framleiðsluvörum en í kjölfar styrkingar krónunnar hafi aðföng orðið ódýrari fyrir innlenda framleiðendur. Það ætti svo að hafa áhrif til lækkunar vöruverðs. Eysteinn segir þetta þó allt háð stöðugri gengisþróun.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, tekur í sama streng og Eysteinn. Verðlækkanir hafi þegar gert vart við sig vegna styrkingar krónunnar og býst hann allt eins við frekari lækkunum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert