Fjölskylduhjálp fær framlög

Veitingastaðurinn Nítjánda.
Veitingastaðurinn Nítjánda.

Heldur dræm mæting var í ókeypis súpu og brauð hjá veitingastaðnum Nítjándu í dag. Veitingastaðurinn ætlar að bjóða fólki upp á ókeypis súpu og brauð alla mánudag í júlí í kjölfar sumarleyfa hjá hjálparsamtökum.

Næstu mánudag ætlar veitingastaðurinn einnig að bjóða fólki að kaupa sér súpu, ef það vill borga fyrir hana, og verður sú upphæð sem fæst fyrir súpuna gefin Fjölskylduhjálpinni í lok sumar.

„Hér er mikill hugur í fólki og við höfum ákveðið núna að veita fólki einnig kost á að gefa framlög til Fjölskylduhjálparinnar. Það getur komið hingað og fengið sér ókeypis súpu eða keypt hana og við munum svo færa Fjölskylduhjálpinni þá upphæð sem fæst,“  segir Þórey Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Nítjándu.

Hún segist ekki vita hvers vegna fáir hafi fengið sér súpu í dag. „Kannski erum við langt í burtu fyrir suma og fólki finnst erfitt að komast hingað, það er erfitt að segja. En við ætlum að halda ótrauð áfram næstu mánudaga, það er alveg ljóst.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert