Fylgst með umferð í Húnavatnssýslum

Þyrla Landhelgisgæslunnar verður um helgina við umferðareftirlit.
Þyrla Landhelgisgæslunnar verður um helgina við umferðareftirlit.

Landhelgisgæslan mun um helgina aðstoða lögregluna á Blönduósi við umferðareftirlit á þjóðvegum og hálendi umdæmisins.  Fylgst verður úr lofti með ökuhraða og aksturslagi ökumanna og akstri vélknúinna farartækja um hálendið. 

Í tilkynningu frá sýslumanninum á Blönduósi segir, að markmiðið sé að efla öryggi vegfarenda og vernda náttúru umdæmisins fyrir utanvegaakstri.  Um er að ræða samstarfsverkefni embættanna í samráði við ríkislögreglustjóra.
 
Landhelgisgæslan mun einnig halda björgunaræfingu með björgunarsveitum Landsbjargar við höfnina á Blönduósi á laugardag kl. 16:15 og mun björgunarskipið  Húnabjörg frá Skagaströnd og björgunarbátur frá Hvammstanga taka þátt í æfingunni.
 
Þyrlan mun einnig sinna öðrum verkefnum fyrir björgunarsveitir Landsbjargar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert