Sært dýr bítur

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters

Framsýn stéttarfélag hvetur stjórnvöld til að hunsa hugmyndir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um skattahækkanir og koma þannig í veg fyrir endanlegt hrun heimilanna í landinu. Þess í stað sé mikilvægt að stjórnvöld standi við gefin loforð um norræna velferðarstjórn. 

„Höfum það hugfast að sært dýr bítur," segir í ályktun sem Framsýn hefur sent frá sér.

Félagið varar við tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem miði að því að auka enn frekar á skattbyrði fólks á Íslandi með hækkun tekjuskatts  og virðisaukaskatts á matvæli. Tillögurnar séu lagðar fram á sama tíma og atvinnuleysi, skattar, almennar álögur og verðlag er í sögulegu hámarki. Samfara þessu hafi kaupmáttur launa hrunið hjá verkafólki.

„Það er því alveg ljóst að almenningur á Íslandi sem býr við kröpp kjör hefur ekki burði til að taka á sig frekari byrðar. Það ætti hver heilvita maður að sjá. Framsýn kallar eftir ábyrgð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í uppbyggingu landsins. Tillögur AGS eiga að miða að endurreisn efnahagslífsins í stað tillagna um óhóflegar álögur sem að stórum hluta færa þjóðina marga áratugi aftur í lífsgæðum," segir í ályktuninni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert