Vegaframkvæmdir víða um land

mbl.is/ÞÖK

Vegna vegavinnu má búast við umferðartöfum bæði í Svínahrauni og í Þrengslum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vegagerðinni.

Þar kemur einnig fram að verið sé að setja upp vegrið á Hafnarfjarðarvegi milli Kópavogs og Garðabæjar og því verður önnur akreinin til norðurs lokuð frá kl. 09 og fram eftir degi.

Framkvæmdir standa yfir við tvöföldun Hringvegar í Mosfellsbæ, frá Hafravatnsvegi að Þingvallavegi.

Nokkuð víða er unnið að vegavinnu og yfirlögnum á slitlagi, með tilheyrandi lausamöl og steinkasti. Eru vegfarendur beðnir að aka varlega um vinnusvæðin og virða merkingar um hámarkshraða.

Vegagerðin beinir því til þeirra sem ætla að aka um hálendið að þeir fullvissi sig um að þeir hafi nógu stór og öflug ökutæki til að fara þær leiðir sem þeir hafi í huga og kanni vatnsmagn í ám ef vöð eru á leiðinni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert