Akureyrarflugvöllur gæti lokast á föstudag

Akureyrarflugvöllur.
Akureyrarflugvöllur. Flugstoðir/Hörður Geirsson

Akureyrarflugvöllur gæti lokast á föstudag náist ekki kjarasamningar milli slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og sveitarfélaga.

Næsti sáttafundur verður haldinn kl.14 á miðvikudag en uppúr viðræðum slitnaði síðastliðinn fimmtudag.

Slökkviliðsmenn halda fast við sínar kröfur  og mikil samstaða er í þeirra hópi segir Sverrir Björn Björnsson formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

„Slökkviliðin eru helsta öryggiskerfi sveitarfélaganna í landinu. Með því að stefna okkur í verkfall er verið að draga verulega úr öryggisstigi í sveitarfélögum,“ segir Sverrir. 

Flugvöllurinn eitt mikilvægasta samgöngumannvirkið

Eiríkur Björn Björgvinsson nýráðinn bæjarstjóri Akureyrar vonar að ekki þurfi að koma til verkfalls.„Akureyrarflugvöllur er eitt mikilvægasta samgöngumannvirki á landsbyggðinni þannig að lokun mun hafa víðtæk áhrif, ekki síst núna þegar ferðamannastraumurinn er mikill.

En við verðum bara að treysta því að menn nái saman,“ segir Eiríkur sem tekur við stöðu bæjarstjóra Akureyrar um miðjan ágúst.

Komi til verkfalls slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verður einungis brýnustu verkefnum sinnt.
Eiríkur Björn Björgvinsson nýráðinn bæjarstjóri Akureyrar.
Eiríkur Björn Björgvinsson nýráðinn bæjarstjóri Akureyrar. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert