Umboðsmaður veitir frest

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umboðsmaður Alþingis hefur veitt Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands frest til loka dags 23. júlí til að svara bréfi sínu þar sem spurt er um tilmæli stofnanana um leiðréttingu gengistryggðra lána.

 Í svarbréfi sínu, þar sem fresturinn er veittur, ítrekar umboðsmaður að athugun beinist að þeim lagagrundvelli og gögnum sem byggt var á þegar tilmæli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands voru gefin út 30 júní sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert