Kannabisræktun í Reykjavík

Kannabisplöntur.
Kannabisplöntur. mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í austurborg Reykjavíkur í gær.

Við húsleit fundust tæplega 60 kannabisplöntur. Flestar plönturnar voru komnar á lokastig ræktunar og því tilbúnar til sölu og dreifingar, að sögn lögreglu.

Rúmlega tvítugur karlmaður var handtekinn á vettvangi og hefur hann viðurkennt aðild að málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert