Kaupin á HS Orku gamaldags

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Björk Guðmundsdóttir segir að samningur Ross Beaty, forstjóra Magma Energy, við Íslendinga um kaupin á HS ORku sé gamaldags og beri jafnvel keim af 19. -öld. „Nú er komin 21. öldin, með heimsvæðingu og netinu, og við þurfum að endurskilgreina samskipti fólks, hvernig við stundum bankaviðskipti, seljum tónlist, lög um einkalíf og þannig mætti lengi halda áfram," segir Björk í grein á vefnum Reykjavik Grapevine.

Þau Björk og Beaty hafa skipst á skoðum á þessum vef undanfarið um kaup Magma Energy Sweaden á HS Orku. 

„Samningur þinn við Íslendinga er, að mínu mati, úreltur, í samræmi við hefðir 20. aldar eða jafnvel 19. aldar. Við upplifðum það að vera nýlenda í 600 ár og það var ekki ánægjuleg reynsla. Við höfum verið sjálfstæð í 66 ár. Þótt nokkrir Íslendingar hafi klúðrað málum alvarlega með Icesave-málinu viljum við ekki verða orkunýlenda. Við viljum greiða skuldir okkar en þetta er of langt gengið,"  segir Björk.

Hún bætir við, að hún telji að ekki eigi að  ljúka samningunum um kaupin á HS Orku.  „Fyrst þarf þjóðin að ákveða hvernig hún vill nýta orkuauðlindir sínar og aðgangi að þeim. Ef hún kýs einkavæðingu gætir þú hugsanlega snúið aftur, það er að segja ef þú býður betri samning."   

Vefur Grapevine

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert