Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í vinnubúðir

Frá framkvæmdunum við Kárahnjúkavirkjun.
Frá framkvæmdunum við Kárahnjúkavirkjun. mbl.is/RAX

Landsvirkjun hefur óskað eftir tilboðum í vinnubúðir sem staðsettar eru á virkjunarsvæði Kárahnjúka. Um er að ræða fjórar sölueiningar, að því er fram kemur á vef Landsvirkjunar.

Óskað er eftir tilboði í 111 fermetra svefnhúsalengju sem samanstendur af fimm húseiningum. Fram kemur að húsalengjan sé staðsett á Laugarási við Hálslón

Þá er óskað eftir tilboði í 37 fermetra  tómstundahús sem sé staðsett á Laugarási við Hálslón.

Jafnframt  er óskað eftir tilboði í 93 fermetra húsalengju með forstofu, setustofu og snyrtingu, alls fimm húseiningar, við Ufsarstíflu. Og 93 fermetra skrifstofuhúsalengju, sem sé einnig staðsett við Ufsarstíflu.

Fram kemur að allar einingarnar verði seldar í einu lagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert