Þörf á regnfötum í öllum landshlutum

Regnhlífar munu koma sér vel.
Regnhlífar munu koma sér vel. mbl.is/Ómar

Útlit er fyrir bjart veður sunnan lands og vestan næstu daga. Á laugardag er hins vegar búist við suðvestanátt með rigningu sunnan og vestan lands. Þá gæti orðið úrkoma um allt land á sunnudag og mánudag, en milt veður.

Margir eru farnir að spá í veðrið um verslunarmannahelgina. Veðurstofan gefur upp horfurnar á vef sínum. Óli Þór Árnason veðurfræðingur segir að tölvuspám beri nokkuð vel saman, bæði vestan hafs og austan, um að breyting verði á laugardag.

Þá komi hæðarhryggur inn á landið og smá lægðardrag með. Því fylgir líklega nokkuð ákveðin suðvestanátt um tíma með rigningu, fyrst sunnan lands og vestan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert