Lagði út í svellkalda ána

„Sú ákvörðun að leggja út í svellkalda ána og storka náttúruöflunum var alfarið mín og ég sit eftir með sárt ennið. Núna er mér þó efst í huga þakklæti til björgunarsveitarmanna sem sýndu snarræði við björgun,“ segir Gunnar Maríusson í Keflavík.

Björgunarsveitarmenn björguðu Gunnari, sem ekið hafði á fjórhjóli út í jökulá norðan Jökulheima við Vatnajökul sl. laugardag, en fjallað er um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Á vettvang fóru björgunarsveitarmenn úr Reykjavík og frá Kópaskeri sem voru á hálendisvakt sem Slysavarnafélagið Landsbjörg heldur úti yfir sumartímann.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert