„Ég hef tekið tvær ákvarðanir í málinu“

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segist einungis hafa sagt við Runólf Ágústsson, umboðsmann skuldara, að hann gæti ekki setið í starfi ef að hann hefði notið kjara sem almenningi stæði ekki til boða. Runólfur hefur sagt að ráðherra hafi hringt í sig og beðið sig að stíga til hliðar.

Í yfirlýsingu sem Árni Páll sendi frá sér í morgun segir: „Ég hef tekið tvær ákvarðanir í málum varðandi ráðningu umboðsmanns skuldara. Sú fyrri var að ráða þann sem hæfastur var metinn í hæfnismati. Sú síðari var að biðja þann sama mann um upplýsingar um skuldastöðu hans og félaga í hans eigu, vegna opinberrar umræðu um skuldaskil sem mér voru ókunn. Í símtali gerði ég honum grein fyrir því að ég teldi þörf á að allt væri uppi á borði í skuldamálum umboðsmanns og að hann gæti ekki setið í starfi ef að hann hefði notið kjara sem almenningi stæði ekki til boða.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert