Strandveiðar stöðvaðar í næstu viku

mbl.is/Heiðar

Fiskistofa hefur tilkynnt, að strandveiðar á veiðisvæðum A og B verði stöðvaðar frá og með mánudeginu og á svæði C frá og með þriðjudeginum. Er ástæðan sú, að líklegt þykir að leyfilegur heildarafli í ágústmánuði verði fullveiddur þá.

Fyrsti veiðidagur í ágúst var á þriðjudag en leyft var að veiða þrjá daga í þessari viku. Leyft er að veiða 299 tonn á svæði A í ágúst, 213 tonn á svæði B, 231 tonn á svæði C og 105 tonn á svæði D. 

Talið vara að um 700 bátar hefðu haldið til strandveiða í vikunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert