Álitin orkuðu tvímælis

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Júlíus

Seðlabanki Íslands sendi frá sér minnisblað til fjölmiðla í gærkvöld vegna umfjöllunar DV um að Seðlabankanum hefði vorið 2009 verið kunnugt um að gengistrygging lána væri ólögmæt.

Seðlabankinn áréttar að einungis eitt lögfræðiálit hafi talið það „ekki ólíklegt“ að lánin væru ólögmæt en álit ýmissa annarra lögfræðinga hafi gengið í aðra átt. Jafnframt kemur fram að aðallögfræðingur Seðlabankans hafi upplýst viðskiptaráðuneytið um niðurstöðu álitsins.

Þá bendir Seðlabankinn á að hann hafi ekki heimild til að afhenda fjölmiðlum umrætt álit án samþykkis viðkomandi lögfræðistofu en bankinn kannar nú hvort slíkrar heimildar verður aflað, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert