Ekkert svigrúm til að hlífa kirkjunni

Frá messu í Dómkirkjunni.
Frá messu í Dómkirkjunni. mbl.is/Júlíus

„Ég hef fullan skilning á því að starfsemi þjóðkirkjunnar sé viðkvæm fyrir frekari skerðingu fjárframlaga. Hins vegar er ekkert svigrúm til að hlífa kirkjunni sérstaklega enda þarf þá að skerða meira hjá öðrum stofnunum ráðuneytisins. Svigrúmið er lítið,“ segir Ragna Árnadóttir dóms- og mannréttindamálamálaráðherra.

Þjóðkirkjan neitar að mæta kröfum ríkisins um 9% niðurskurð á næsta ári. Fulltrúar á Kirkjuþingi, sem fundaði um helgina, samþykkja 5% niðurskurð en vilja ekki ganga lengra, enda hafi framlög þegar verið skert mikið. Samþykkið er skilyrt því að ekki verði klipið meira af sóknargjöldum.

Ríkið leggur í ár þjóðkirkjunni til um 3,5 milljarða kr. að sóknargjöldum meðtöldum. Fjárhagsleg samskipti aðila byggjast á samkomulagi sem gert var fyrir nokkrum árum sem kirkjan vill að stand, segir í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag um þetta mál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert