Skynsamir nemendur koma fyrst

Það styttist óðum í fyrsta skóladag hjá grunnskóla, framhaldsskóla og háskólanemum landsins. Nemendurnir þurfa að huga að ýmsu, ekki síst skólabókakaupum. Nú þegar eru nemendur farnir að líta við í bókabúðum landsins og selja gamlar bækur. Törnin hefst þó ekki fyrr en innkaupalistinn verður klár.

Verslanir á borð við Eymundsson undirbúa sig fyrir þessa skólabókavertíð mánuðum saman. Mikilvægt er að úrvalið sé nægilega mikið, svo allir geti fengið bækurnar sem þá vantar.

Nýjasti valkostur nemenda í bókakaupum er vefsíðan skiptibokamarkadur.is. Valur Þráinsson, eigandi hennar, segir að margir að hafi nýtt sér þjónustu síðunnar nú þegar. Hugmyndin að baki síðunni er fyrst og fremst milliliðalaus viðskipti kaupenda og seljenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert