Bændur telja frumvarp til mikilla bóta

Bændasamtök Íslands hafa sent Alþingi umsögn sína um frumvarp til breytinga á búvörulögum, sem liggur fyrir þinginu. Mælast samtökin til þess, að frumvarpið verði samþykkt í núverandi mynd.

Vakin er athygli á að með frumvarpinu sé ekki lögð til eðlisbreyting á núgildandi lögum varðandi heimildir til að markaðssetja mjólk sem framleidd sé utan greiðslumarks heldur verði ákvæði um óheimila markaðssetningu og sektir við slíkum brotum skýrð og einfölduð. Þær tillögur séu mjög til bóta, að mati samtakanna.

Þá benda Bændasamtökin í umsögn sinni á að tillögur til að liðka fyrir heimavinnslu mjólkur beint frá býli feli í sér verulegar breytingar og með þeim sé á einfaldan hátt komið til móts við þá sem vilja stunda nýsköpun í atvinnurekstri heima á bæjum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert