Kosið til stjórnlagaþings 27. nóvember

Alþingi setti lög um stjórnlagaþing fyrr á þessu ári.
Alþingi setti lög um stjórnlagaþing fyrr á þessu ári.

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, hefur að höfðu samráði við stjórnlaganefnd og dómsmála- og mannréttindaráðherra ákveðið að kjördagur  til stjórnlagaþings verði laugardaginn  27. nóvember nk.
           

Hlutverk stjórnlagaþings er að endurskoða stjórnarskrá Íslands. Stjórnlagaþingið skal skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa sem kosnir skulu persónukosningu og er landið eitt kjördæmi við þessa kosningu.

Framboðsfrestur fyrir stjórnlagaþingskosningar rennur út 18. október.
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert