Telja mjólkurfrumvarp hindra nýsköpun

Þeir tveir bændur, sem eru umsvifamestir í framleiðslu á eigin mjólkurafurðum eru þegar búnir að sprengja það 10.000 lítra mark sem lagt er til í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum.

Fram kemur í umsögn Viðskiptaráðs um nýtt frumvarp landbúnaðarráðherra, sem er til meðferðar á Alþingi.

Holtsel, sem framleiðir ís og jógúrt, áætlar að nýta um það bil 15.000 lítra til framleiðslu á þessu ári miðað við sölu það sem af er árinu og er það ennþá 5000 lítrum undir hámarksafköstum.

Erpsstaðir, sem framleiða ís, skyr og osta, framleiða nú þegar úr um 20-30.000 lítrum og áætla að þegar fullt skrið sé komið á framleiðslu verði um að ræða 30 - 40.000 lítra framleiðslu, og þá sé ekki talið með öll sú mjólk sem fer í vöruþróun.

Viðskiptaráð segir, að þessi býli séu bæði tiltölulega nýbyrjuð í sinni starfsemi og hafi strax sprengt það svigrúm sem breytingum á lögunum sé ætlað að veita. Þróun og framleiðsla á eigin vörum 

Ráðið segir, að væntanlega hafi hugmyndin með lagabreytingunni verið, að styðja þá nýsköpun sem eigi sér stað meðal mjólkurframleiðenda en því miður virðist þar að baki vera takmörkuð þekking á þeirri framleiðslu sem  fari fram hjá mjólkurbændum. Þessar breytingar muni því frekar hindra þá nýsköpun sem sé að blómstra meðal framleiðenda en að ýta undir hana. 

Vefur Viðskiptaráðs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert