Vodafone greiðir fyrir flugeldasýningu

Flugeldasýningin á Menningarnótt verður ekki í boði OR í ár …
Flugeldasýningin á Menningarnótt verður ekki í boði OR í ár heldur Vodafone mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Vodafone mun kosta flugeldasýningu Menningarnætur í ár, samkvæmt samkomulagi milli Höfuðborgarstofu og Vodafone. Orkuveita Reykjavíkur hefur hingað til kostað flugeldasýninguna en líkt og fram hefur komið þá vildi OR losna undan því í ár vegna kostnaðar við sýninguna.

Vodafone er hluti Teymis sem er aftur í eigu Vestia, sem er í eigu Landsbankans sem er í eigu ríkisins.

„Með þátttöku sinni í þessum vinsæla dagskrárlið Menningarnætur vill Vodafone þakka viðskiptavinum sínum fyrir viðskiptin og leyfa öðrum að njóta um leið.  Vodafone er þakklátt fyrir að fá tækifæri til að taka þátt í dagskránni og styðja í leiðinni Hjálparsveit skáta í Reykjavík, sem hefur umsjón með sýningunni," segir í fréttatilkynningu sem Höfuðborgarstofa hefur sent frá sér.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert